spot_img
HomeFréttirNemanja Sovic til liðs við Stjörnuna

Nemanja Sovic til liðs við Stjörnuna

10:47

{mosimage}

Stjarnan í Garðabæ hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð en Nemanja Sovic hefur samið við félagið. Sovic kemur úr röðum Breiðabliks en hann gerði eins árs samning við Garðbæinga.

Sovic hefur æft með Stjörnunni síðan hann kom til Íslands frá Serbíu nú fyrr í ágústmánuði. Gunnar Kristinn Sigurðsson formaður Körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sagði í samtali við Karfan.is að Stjörnumenn væru mjög ánægðir með að fá þennan öfluga leikmann í sínar raðir.

,,Sovic hefur sýnt það og sannað að hann er góður leikmaður sem hentar vel í íslensku deildinni og ekki spillir fyrir hvað hann þekkir hana vel. Hann hefur fallið vel inn í hópinn og er að taka vel á því með liðinu þessa dagana,” sagði Gunnar.

Sovic var einn af burðarásum Blika í 1. deildinni á síðustu leiktíð og gerði þá 22,1 stig að meðaltali í leik í 15 deildarleikjum.

[email protected]

Mynd:
www.stjarnan.is

Fréttir
- Auglýsing -