spot_img
HomeFréttirNemanja Sovic til Breiðabliks

Nemanja Sovic til Breiðabliks

22:20

{mosimage}

Í kvöld gekk Nemanja Sovic í raðir Blika frá Fjölni og skrifaði hann undir 2 ára samning við félagið. Sovic, sem er 30 ára gamall, er öflugur sóknarleikmaður og var á sínu fjórða tímabili með Grafarvogsliðinu. Hann skoraði 22,7 stig að meðaltali í leik fyrstu þrjú keppnistímabilin og ljóst að hann er mikill styrkur fyrir Blika í þeirri hörðu baráttu sem framundan er í 1. deildinni.


 

Sovic er laus allra mála frá Fjölni og mætir á sína fyrstu æfingu í Smárann annað kvöld og fastlega má gera ráð fyrir því að hann verði í leikmannahópi Blika gegn Ármanni/Þrótti á föstudaginn. Körfuknattleiksdeildin býður Sovic velkominn til félagsins og væntir mikils af honum í framtíðinni.

www.breidablik.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -