spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaNemanja og Nebojsa áfram með Vestra

Nemanja og Nebojsa áfram með Vestra

1. deildar lið Vestra á Ísafirði hefur samið við leikstjórnandann Nebojsa Knezevic og miðherjann Nemanja Knezevic um að leika áfram með liðinu á komandi tímabili en þeir hafa verið meðal bestu leikmanna deildarinnar undanfarin tímabil.

Nebojsa hefur leikið með Vestra samfleytt frá haustinu 2014 en hann lék einnig með félaginu í Úrvalsdeild tímabilið 2010-2011. Hann hefur leitt 1. deildina í stoðsendingum undanfarin tvö tímabil ásamt því að vera drjúgur í stigaskorun og fráköstum. Hans besti leikur á síðastliðinu tímabili kom í óvæntum sigri Vestra á Úrvalsdeildarliði Hauka í bikarnum þar sem hann skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 9 fráköst og varði 3 skot.

Nemanja gekk til liðs við Vestra haustið 2017 og sló strax í gegn. Í 42 leikjum í deild og úrslitakeppni 1. deildarinnar hefur hann skorað 20,9 stig og tekið 17,9 fráköst að meðaltali í leik, en hann hefur leitt deildina í fráköstum bæði tímabil sín hér á landi.

Nánar má lesa um málið á vefsíðu Vestra.

Mynd: Vestri.is

Fréttir
- Auglýsing -