spot_img
HomeFréttirNefndin getur ekki kært atvik þar sem dómarar hafa tekið afstöðu

Nefndin getur ekki kært atvik þar sem dómarar hafa tekið afstöðu

Í kjölfar ummæla Fals Harðarsonar, formanns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hér á Karfan.is í gær og þeirrar staðreyndar að dómaranefnd KKÍ hefur kært Birnu Valgarðsdóttur fyrir atvik í leik Keflavíkur gen Val um helgina, hafði Karfan.is samband við Rúnar Birgi Gíslason formann dómaranefndar til að leita hans hliðar á málinu.
 
 
„Á síðasta þingi KKÍ var bætt í regluverkið því að dómaranefnd hefur nú vald til að kæra atvik sem eru brottrekstur samkvæmt leikreglum en hafa farið framhjá dómurum leiksins. Áður höfðu félögin verið að kæra atvikin sjálf en slíkt hefur valdið núningi milli félaga sem er engum til hagsbóta og því var valið að færa þetta vald til dómaranefndar sem er hlutlaus nefnd og í flestum tilvikum með tölvuerða þekkingu á leikreglum. Það voru því bæði faglegar og praktískar ástæður fyrir þessari breytingu. Dómaranefnd hefur nú kært nokkur atvik en í þeim tilfellum þótti nefndinni vera nægilega sterkar vísbendingar um að dómurum hafi yfirsést brot sem varða brottvísun. Auk þess er það þekkt í fleiri greinum en íslenskum körfubolta að slík atvik séu dæmd eftir myndböndum,“ sagði Rúnar Birgir.
En hvað með vangaveltur Fals Harðarsonar um brot erlends leikmanns Vals á erlendum leikmanni Keflavíkur á laugardaginn?
„Flestir muna sjálfsagt eftir niðurstöðu í máli í fyrravetur þar sem Ragna Margrét Brynjarasdóttir var kærð. Niðurstaðan var sú að dómaranefnd getur ekki kært atvik þar sem dómarar hafa tekið afstöðu til. Í þessu atviki sem Falur vísar í var dæmd óíþróttamannsleg villa og því getur dómaranefnd ekki aðhafst frekar þar. Í þessu samhengi er kannski rétt að athuga að dómaranefnd dæmir ekki heldur skýtur málum til aga- og úrskurðarnefndar sem úrskurðar samkvæmt regluverki sem samþykkt er af aðildarfélögunum á þingi KKÍ.“
 
Fréttir
- Auglýsing -