spot_img
HomeFréttirNebojsa Vidic tekur við Þór

Nebojsa Vidic tekur við Þór

 
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur ráðið Nebojsa Vidic sem þjálfara meistaraflokks karla og tekur hann við af Konrad Tota sem þjálfaði liðið síðsta tímabil. www.thorsport.is greinir frá.
Nebojsa mun einnig starfa með unglingaráði við þjálfun yngri flokka. Nebojsa sem er 39 ára gamall og er serbneskur þótti nokkuð góður leikmaður en hann lék sem bakvörður. Þegar hann var 22 ára gamall snéri hann sér eingöngu að þjálfun og hefur starfað sem slíkur allar götur síðan. Hann hefur komið að körfuboltabúðum hjá KFÍ og bera menn þar á bæ honum góða sögu. Á næstunni mun heimasíðan flytja nánari fréttir af ráðningu Nebojsa Vidic.
 
Fréttir
- Auglýsing -