spot_img
HomeFréttirNebojsa tekur við Skallagrím

Nebojsa tekur við Skallagrím

Skallagrímur hefur ráðið Nebojsa Knezevic sem þjálfara liðsins í Subway deild kvenna, en hann hefur verið aðstoðarþjálfari þeirra í vetur.

Nebojsa kemur í stað Goran Miljevic sem yfirgaf félagið í vikunni eftir að þær höfðu tapað fyrstu sex leikjum tímabilsins.

Nebojsa ætti að vera fylgjendum fyrstu deildar karla þekktur, en í henni leikur hann með liði Skallagríms og var áður með fyrst KFÍ svo Vestra, en hann kom fyrst til landsins fyrir 10 árum, 2011.

Næsti leikur Skallagríms í deildinni er þann 3. nóvember gegn Grindavík, en þar áður eiga þær leik á morgun gegn Njarðvík í VÍS bikarkeppninni.

Fréttir
- Auglýsing -