Um helgina tóku Skagamenn á móti KFÍ í Býflugnabúinu á Vesturgötu. Þetta var þriðji og síðasti leikurinn milli þessara liða í vetur, en báða hina fyrri sigraði ÍA með minnsta mun í spennandi leikjum.
Bæði lið fengu stutt hlé fyrir þennan leik. ÍA sigraði Hamar á fimmtudaginn, en KFÍ tapaði gegn Breiðabliki á föstudaginn. Liðin komu á mjög misjöfnum forsendum inn í þennan leik. Skagamenn heyja nú harða baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppni en KFÍ hefur í raun að litlu að keppa. Það var þó ekki að sjá í þessum leik.
Lið KFÍ mætti mun ákveðnara til leiks, hitti vel gegn svæðisvörn heimamanna og náðu góðri forystu í 1. leikhluta, en að honum loknum hafði KFÍ yfir 23-27.
Í öðrum leikhluta náðu Skagamenn að svara fyrir sig með góðum leik. Vörnin small betur saman og uppskáru þeir því 5 stiga mun í hálfleik, 47-42. Og héldu þá margir að ÍA myndi sigla þessu heim í rólegheitunum.
Annað kom nú á daginn. Sennilega einn alversti hálfleikur í sögu körfuboltans á Akranesi var í uppsiglingu, í það minnsta sóknarlega. Vörnin hélt raunar ágætlega, en skotnýting beggja liða var slök. Að þriðja leikhluta loknum höfðu Ísfirðingar jafnað metin, 56-56.
Í fjórða leikhluta höfðu aðkomumennirnir frumkvæðið lengst af og Skagamönnum gekk illa að brúa bilið. Þeim tókst þó að komast yfir 70-69 þegar um 40 sekúndur lifðu leiks. Framhaldið varð sögulegt. Eftir að Ísfirðingar misnotuðu 2ja stiga skot þegar um 17 sekúndur voru eftir, var brotið á Fannari Frey sem hafði tekið frákastið, sitt 29. frákast í leiknum. Hann fór á vítalínuna og misnotaði bæði vítin en náði frákastinu sjálfur. Í framhaldinu barst boltinn á Áskel Jónsson, sem brotið var á og hann fór á vítalínuna. Bæði vítin fóru líka forgörðum hjá Áskeli og eftir klafs fékk KFÍ innkast undir eigin körfu þegar skammt lifði leiks.
Engum að óvörum fékk Nebojsa boltann úr innkastinu, óð nánast óáreittur upp völlinn og skoraði með sniðskoti þegar um 1 sekúnda var eftir, 70-71.
Skagamenn tóku leikhlé og náðu skoti á körfuna en það geigaði og langþráður sigur Ísfirðinga staðreynd.
Það er morgunljóst að ef Skagamenn ætla sér stóra hluti í næstu leikjum þarf margt að bæta, ekki síst vítanýtinguna sem var 48% og þ.m.t. misfórust 7 víti á síðustu 90 sekúndum leiksins.
Stigaskor ÍA (stig/frák/stoðs):
Zachary Warren 24/4/2
Fannar Freyr 13/30/3
Áskell 13/0/1
Ómar Örn 10/5/3
Magnús Bjarki 5/1/5
Birkir 3/1/3
Þorleifur 2/3/1
Stigaskor KFÍ:
Nebojsa 21/10/9
Pance 19/5/0
Gunnlaugur 15/1/0
Birgir Björn 8/12/1
Jóhann Jakob 6/5/0
Andri Mar 2/1/1
Umfjöllun/ KKD ÍA
Mynd/ Jónas
Staðan í 1. deild karla
Deildarkeppni
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Stg í L/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Höttur | 20 | 16 | 4 | 32 | 1718/1537 | 85.9/76.9 | 10/1 | 6/3 | 89.6/76.2 | 81.3/77.7 | 3/2 | 8/2 | +1 | +1 | -1 | 2/0 |
| 2. | Hamar | 19 | 12 | 7 | 24 | 1663/1614 | 87.5/84.9 | 7/3 | 5/4 | 93.0/90.0 | 81.4/79.3 | 3/2 | 5/5 | -1 | +1 | -1 | 3/0 |
| 3. | Valur | 19 | 12 | 7 | 24 | 1549/1419 | 81.5/74.7 | 6/3 | 6/4 | 80.7/70.2 | 82.3/78.7 | 5/0 | 7/3 | +5 | +3 | +3 | 3/2 |
| 4. | FSu | 19 | 12 | 7 | 24 | 1699/1598 | 89.4/84.1 | 7/3 | 5/4 | 91.9/83.4 | 86.7/84.9 | 2/3 | 5/5 | -1 | +1 | -2 | 1/1 |
| 5. | ÍA | 19 | 11 | 8 | 22 | 1442/1506 | 75.9/79.3 | 6/3 | 5/5 | 81.9/77.4 | 70.5/80.9 | 3/2 | 6/4 | -1 | -1 | -1 | 5/1 |
| 6. | Breiðablik | 19 | 7 | 12 |
|



