spot_img
HomeFréttirNCAA: Úrslit á þriðja degi

NCAA: Úrslit á þriðja degi

14:07

{mosimage}

Nýliðinn magnaði Beasley dottinn út.

West Virginia (WV) byrjaði leikinn af krafti og skoraði fyrstu fjögur stigin. Síðan hrökk Duke í gang og setti 10 stig í röð. Síðan náði WV að endurskipulegga leik sinn aðeins og komast inn í hann. Duke var yfir í hálfleik 34-29. Duke spilaði mjög góða vörn í fyrri hálfleik og flest öll skot WV voru erfið. WV náði ekki að setja niður þrista í fyrri hálfleik en það er eitt helsta vopn þeirra. Duke lék sæmilega sókn í fyrri hálfleik.

Fyrri helmingur seinni hálfleiks var mjög góður. WV komust yfir í fyrst sinn yfir í langan tíma þegar 14 mín. voru eftir. Síðan skelltu þeir í lás í vörninni og Duke náði aðeins að skora eina körfu á 7 mín. kafla. Í seinni hálfleik leysti WV varnarpressu Duke af stakri snilld. Þeir voru með minna lið inn á en vanalega, oft með tvo ása, boltinn gekk kanta á milli, inn í teig og út, allir hreyfðu sig vel og skotvalið var gott. Þegar skotin fóru ekki ofan í þá tók WV mikið af mikilvægum sóknarfráköstum. VW tóku helmingi fleiri fráköst í þessum leik en Duke. Lungan af seinni hálfleik gekk sókn Duke illa og misnotuðu þeir m.a. 15 þriggja stiga skot í röð, flest af þeim voru þröngvuð. Leikurinn endaði með góðum sigri WV, 73-67.

Joe Alexander (22 stig, 11 fráköst) og Alex Ruoff (17 stig, 6 fráköst) leikmenn WV léku vel. Sama má segja um bakvörðinn Joe Mazzulla kom af bekknum og átti stórleik (13 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar).

{mosimage}

Bob Huggins hefur stjórnað sínum mönnum í WV eins og góður hershöfðingi í fyrstu tveimur leikjunum í NCAA. Leikmenn hans hafa leikið eins og englar með mjög háa greindavísitölu í sókninni og barist eins og vel þjálfaðir sérsveitarmenn í vörninni.

Wisconsin átti ekki í miklu basli með efnilegt lið Kansas State. M. Beasley hjá Kansas sýndi í fyrri hálfleik að hann er bæði efnilegur og mjög góður og hélt liði sínu inn í leiknum. Wisconsin var yfir í hálfleik 39-33. Í seinni hálfleik voru Wisconsin einfaldlega einu númeri of stórir fyrir Kansas og vann með 17 stiga mun, 72-55. Wisconsin er með góðan mannskap sem leikur agaðan og árangursríkan sóknarleik og síðan geta þeir leikið góða vörn. Kansas hitti mjög illa á móti þeim og náðu ekki að setja þrist og þeir náðu að stöðva nýstirnið Beasley mest allan seinni hálfleikinn.

{mosimage}

Leikmaður Wisconsin T. Huges átti góðan leik í gær.

Xavier og Purdue er vel mönnuð lið og leika skemmtilegan bolta. Purdue er með mjög ungt lið byrjaði leikinn vel og komst yfir 9-0. Síðan fór Xavier í gang og komst yfir með góðum kafla þar sem þeir skoruðu 17 stig gegn 3 Purdue. Xavier var yfir í hálfleik 35-32. Seinni hálfleikur var ekki eins kaflaskipur og Xavier vann 85-78.

Washington St. kom verulega á óvart þegar þeir tóku Notre Dame í bakaríið með frábærum varnarleik. Leikurinn endaði 61-41. Luka Harangody leikmaður Notre Dame sem var valinn besti leikmaður Big East riðilsins (besti riðilinn í NCAA) sá ekki til sólar í leiknum og hitti aðeins úr 3 skotum.

Kansas sýndi mátt sinn með því að leggja sprækt lið UNLV með 19 stiga mun, 75-56. Michigan State með sína skemmtilegu bakverði, Drew Neitzel og Kalin Lucas sigruðu gott lið Pitt með 11 stiga mun, 65-54.

UCLA átti í basli með Landbúnaðarháskólann í Texas, en náði að vinna 53-49. Sigur UCLA byggðist mikið á góðum leik nýliðans Kevin Love (19 stig, 11 fráköst og 7 varin skot).

Leikur Stanford og Marquette bauð upp á mikla dramatík. Bæði liðin eru með góðan mannskap og leika fínan körfubolta. Í liði Stanford eru Lopez tvíburabræðurnir Robin og Brook. Þeir eru báðir um 215 cm á hæð. Sá fyrri átti góðan fyrri hálfleik en sá síðari átti stjörnu seinni hálfleik. Marquette lék betur í fyrri hálfleik og komst mest 11 stig yfir, staðn í hálfleik var 36-30 fyrir þá. Í lok fyrri hálfleiks var þjálfari Stanford rekinn út af og virtist það hafa góða áhrif á liðið í seinni hálfleik. Síðustu mín. og sek. leiksins voru æsispennandi og skiptust liðin á að hafa yfirhöndina. Leikurinn endaði 71-71. Framlengingin var ekki síðri og Brook Lopez skoraði sigurkörfuna þegar 1,3 sek. voru eftir. Hann var með 30 stig í leiknum og bróðir hans 18. Jarel McNeal setti 30 fyrir Marquette.

(7) West Virginia 73, (2) Duke 67
(3) Wisconsin 72, (11) Kansas State 55
(3) Xavier 85, (6) Purdue 78
(1) Kansas 75, (8) UNLV 56
(4) Washington State 61, (5) Notre Dame 41
(5) Michigan State 65, (4) Pittsburgh 54
(3) Stanford 82, (6) Marquette 81 OT
(1) UCLA 53, (9) Texas A&M 49

Myndir: www.cnn.com

Fréttir
- Auglýsing -