spot_img
HomeFréttirNCAA: UCLA og UNC í ,,Final Four?

NCAA: UCLA og UNC í ,,Final Four?

19:20

{mosimage}

Russel Westbrook hefur leikið vel í síðustu leikjum.

Hinn 19 ár kærleiksríki Kevin Love var maður leiksins þegar UCLA lagði gott lið Xavier á auðveldan hátt 76-53. Love var með 19 stig, 10 fráköst, 4 stoðsendingar og mjög góða skotnýtingu. Collisson og Westbrook voru drjúgir í sóknnini fyrir UCLA og settu 36 stig saman. Lykilinn að sigri UCLA var þó þeirra stífa maður á mann vörn sem gaf Xavier fá góð skot og UCLA hélt Xavier í 36% skotnýtingu.

North Carolina (UNC) lagði Louisville 83-73 í hörkuleik. UNC var með þægilegt forskot mest allan leikinn. Þegar lítið var eftir kom Louisville með góða syrpu og minnkaði muninn í 4 stig (68-64). Þá sagði UNC stopp og tryggði sér góðan sigur og hittu m.a. úr vítum í röð á síðutu mínútú leiksins. Tyler Hansbrough var með góðan leik og hitti vel (28 stig og 13 fráköst).

{mosimage}

T. Hanbrough veit að góð staðsetning er lykillinn að fráköstun

Myndir: www.cnn.com 

Fréttir
- Auglýsing -