18:06
{mosimage}
Joey Dorsey að negla einum niður á móti Mississippi State í NCAA úrslitunum.
Fyrir ári þá mættust Memphis og Ohio State í átta liða úrslitunum í NCAA. Fyrir leikinn þá sagði Joey Dorsey tvær setningar við blaðamenn, sem hann beindi að Greg Oden, sem nokkrum mánuðum síðar var valinn númer eitt í NBA nýliðavalinu af Portland.
Fyrri setningin var: I'm an underrated big man and he's a lot overrated as a big man." Seinni setningin var: "I'm Goliath. He's the little man."
Auk þess lofaði hann að taka 20 fráköst í leiknum. Hlutirnir fóru aðeins öðruvísi fyrir Dorsey, hann skoraði ekki körfu, tók 3 fráköst og tókst ekki að verja skot. Ohio State sigraði með 16 stiga mun og Greg Oden átti fínan leik (17 stig, 9 fráköst og eitt varið skot). Þessi ummæli Dorsey og niðurstaða leiksins fengu mikla umfjöllun í fjölmiðlum og það var gert grín að honum.
Charles Rhodes framherji Mississippi State var með hörkuleik í fyrstu umferðinni og skoraði 34 stig. Á blaðamannafundi vegna leiks Mississippi og Memhpis var Rhodes spurður hvað hann þyrfti að gera til að spila betur en ofannefndur Dorsey.
Rhodes svaraði á eftirfarandi hátt: "I really think he's got to get the better of me in this matchup. He's a great offensive rebounder. He's not really [an] offensive player."
Þetta er kannski ekki mjög móðgandi eða særandi og er miklu kurteisara, en það sem Dorsey sagði um Oden. Einnig má segja að þetta hafi verið nokkuð rétt hjá Rhodes því hann er var búinn að skoða 17 stig á leik í vetur, en Dorsey aðeins 9.
Þessi ummæli Rhodes kveiktu í Dorsey og hann lék sinn besta leik í vetur (13 stig, 12 fráköst og 6 varin skot) og náði að halda aftur af Charles Rhodes, sem hafði átt dúndurleik í fyrstu umferðinni.
Mynd: AP Photo/Sue Ogrocki, af vef Washington Post



