spot_img
HomeFréttirNCAA molar: Joe Alexander leikmaður WVU

NCAA molar: Joe Alexander leikmaður WVU

8:04

{mosimage}

Kappinn fæddist í Taiwan. Hann fluttist þaðan til Maryland (BNA) og kynntist körfu, hann smitaðist hann af körfubakteríunni og eyddi miklum tíma á vellinum með besta vini sínum; körfuboltanum. Hann fluttist aftur búferlum með fjölskyldunni sinni, nú til Kína og dvaldi þar í sex ár. Þegar hann flutti aftur til Bandaríkjanna var hann búinn að ná ágætis hæð, um 195 cm. og skilaði góðum tölum síðasta árið sitt í High School (15 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar). Þrátt fyrir þessar tölur vakti hann ekki athygli stóru skólanna.

 

Nú er hann um tveir metrar á hæð og um 230 pund og á þriðja ári hjá West Virgina, en sá skóli hefur leikið góðan körfubolta síðustu árin og um leið náð ágætis árangri. Fyrsta árið skoraði hann 1,3 stig á leik, annað árið var hann með 10,3 stig og á þessu keppnistímabili er hann með 16,8 stig á leik (6,3 fráköst og 2,4 stoðsendingar).

Herra Alexander hefur leikið vel að undanförnu og vakið mikla athygli og eru sumir fræðingar farnir að tala um að hann gæti farið ofarlega í NBA-nýliðavalinu ef hann sleppti síðasta árinu sínu í skóla.

Þeir sem þekkja kappann segja að uppskrift hans að þessum framförum sé mjög einföld. ,,Óheilbrigð manísk vinnusemi.” Sem lýsir sér meðal annars í því að hafa eytt mjög miklum tíma á leikvöllum í Peking og skjóta á körfu fram á rauða nótt, að sofa í æfingahúsi West Virgina liðsins til að ná meiri æfingatíma og setja inn á símsvara sinn að hann muni svara símtölum þegar keppnistímabilið er búið. Þessi agi og vinnusemi kemur einnig fram í því að hann er um 20 pundum þyngri nú en í fyrra.

Á fimmtudaginn leikur WVU við sprækt lið Xavier í 16 liða úrslitum NCAA. Það verður gaman að fylgjast með Joe Alexander í þeim leik og svo hvort hann haldi áfram að bæta leik sinn á næstu misserum.

Mynd tekin af vef www.cnn.com

Fréttir
- Auglýsing -