spot_img
HomeFréttirNCAA: Memphis og Kansas einnig í fjögur fræknu

NCAA: Memphis og Kansas einnig í fjögur fræknu

11:42

{mosimage}

Rússinn Sasha Kaun breytti leiknum fyrir Kansas.

Memphis sýndi enga miskun í dag þegar liðið vann Texas auðveldlega, 85-67. Nýliðinn Derrick Rose (Memphis) var með hörkuleik (21 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst) og samherji hans Chris Douglas-Roberts setti niður 25 stig.

Leikur Kansas og Davidson var vel leikinn og frábær skemmtun. Kansas var yfir í hálfleik 30-28. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn, Kansas var yfir til að byrja með, síðan kom mjög góður kafli hjá Davidson og áhorfendur voru farnir að finna lyktina af skelli. Þá varð góð vörn Kansas enn betri og sóknarleikur Davidson riðlaðist. Kansas komst tvö stig yfir, en Davidson átti síðustu sóknina til að jafna eða vinna, en langur þristur geigaði og Kansas vann 59-57.

Kansas spilaði hörkuvörn á Davidson og nær öll skot þeirra voru erfið. Davidson svaraði þessu með því að leika mjög góða vörn á móti og því að frákasta mjög vel.

Það var aðallega tvennt sem kom í veg fyrir skell: Skot sem höfðu dottið niður fyrir Davidson í fyrri leikjum fóru ekki ofan í og stórleikur stóra Sasha Kaun, sem kom af bekknum, breytti leiknum og setti 13 stig án þess að missa skot.

Undanúrslitin verða næsta laugardag. Þá mætast í fyrri leiknum North Carolina og Kansas. Í seinni leiknum mætast Memphis og UCLA

Mynd fra: AP Photo/Duane Burleson

Fréttir
- Auglýsing -