spot_img
HomeFréttirNCAA: Marsfárið heldur áfram!

NCAA: Marsfárið heldur áfram!

 
Í gærkvöldi fóru fram tveir leikir í 8-liða úrslitum NCAA háskólaboltans og voru þeir sannkallað augnakonfekt fyrir körfuboltaáhugamenn.
Butler og Florida áttust við í hörkuleik. Butler-liðið var undir níu stigum í seinnihálfleik en kom til baka og jafnaði leikinn þegar 3 mínútur voru eftir. Florida fékk tækifæri á að vinna leikinn í venjulegum leiktíma en framlenging varð staðreynd. Þar kom þrautsegja Butler-liðsins í ljós enn á ný og þeir sigruðu 74:71 og eru komnir áfram í undanúrslit annað árið í röð. Frábær árangur hjá þessum litla skóla. Shelvin Mackv var með 27 stig fyrir Butler, þar af fimm í framlengingunni.
 
Seinni leikurinn var viðureign Arizona og Connecticut. Líkt og fyrri leikurinn var hann jafn og spennandi í lokin. Connecticut lék frábæra vörn og Kemba Walker skilaði stórum körfum (20 stig, 7 stoðsendingar) þegar mest á reyndi sem tryggði þeim tveggja stiga sigur 65;63. Maður leiksins án vafa samt nýliðinn Jeremy Lamb (19 stig og 4 fráköst) sem skoraði 6 stig á síðustu sex mínútunum. Arizona fékk tvö tækifæri til að sigra í lokin en bæði þriggjastiga skot þeirra geiguðu.
 
Annað kvöld kemur í ljós hvort VCU eða Kansas mæta Butler og Kentucky og North Carolina leika um að mæta UConn. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram 2. til 4. apríl eða næstu helgi.
 
Mynd/ Kemba Walker hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarið.
Fréttir
- Auglýsing -