spot_img
HomeFréttirNCAA: Marsfárið fer af stað með stæl

NCAA: Marsfárið fer af stað með stæl

 Marsfárið er hafið vestra hafs og eins og öll árin þá eru körfuknattleiksáhugamenn límdir við skjá ESPN America þessa daganna að fara yfir sína spádóma í háskólaboltanum.  Það er ekki til ár undantekningar að eitthvað öskubusku ævintýrið hefjist og þetta árið virðist fara af stað eins og sagan hefur verið hingað til. Í gærkvöldið tapaði t.d. Georgetown fyrir FCGU (Florida Gulf Coast University)   Líkast til hafa fæst ykkar ef þá einhver heyrt um þennan skóla.  En þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu út hinn sögufræga Georgetown háskóla sem var að mörgum talinn eiga góðan möguleika á þeim stóra þetta árið. 
 
Í öðrum óvæntum úrslitum má nefna að LaSalle háskólinn sló út Kansas State, Oregon sló út Oklahoma State og Missisippi (Ole Miss) sló út Wisconsin skólann.  Fleiri óvænt úrslit mátti sjá en öll úrslit hingað til má sjá hér að neðan.  64 liða úrslitum lauk í gær og 32 liða úrslit hefjast í dag. 
 

NCAA Basketball (16)

Fréttir
- Auglýsing -