spot_img
HomeFréttirNCAA: Louisville og UCLA einnig áfram

NCAA: Louisville og UCLA einnig áfram

13:00

{mosimage}

Hinn kærleiksríki Kevin Love átti fínan leik í nótt (29 stig og 14 fráköst). Hann var ekki ángæður með leik liðs síns í seinni hálfleik og sagði að hann hefði verið: ''Unacceptable, unacceptable, unacceptable.''

UCLA sýndi í nótt að þeir geta leikið vel. Leikurinn var jafn í byrjun, síðan kom góður kafli hjá UCLA, 23-4. UCLA var yfir í hálfleik á móti W. Kentucky 41-20. UCLA sýndi einnig að þeir geta leikið illa, því þeir misstu þetta góða forskot niður í 4 stig þegar lítið var eftir. UCLA náði samt að klóra í bakkann og lenda 88-78 sigri.


Tröllið Kevin Love hjá UCLA átti mjög góðan leik og setti niður 29 stig (tók 14 skot og setti 10 niður, auk þess var hann með 14 fráköst.

W. Kentucky skoraði 58 stig í seinni hálfleik og sýndi að þeir eru með ágætt lið. Tyrone Brazelton var með 31 stig (25 í seinni) og Courtney Lee var með 18.

Lið Louisville (LV) leggur mikið upp úr varnarleik sínum. Liðið skiptir reglulega um varnartaktík. LV notar mikið pressu allan völl, reyna að ná gildru og detta síðan niður í útbreidda og lifandi 2-3 svæði. Þetta gerðu þeir móti góðu liði Tennessee. Leikurinn var jafn í byrjun, síðan kom 18-1 kafli hjá LV og það var eins og Tennessee hafði aldrei séð pressuvörn og 2-3 svæðisvörn áður. Síðan róaðist leikur Tennessee og þeir fóru að sýna af hverju þeir hafa verið taldir eitt af betri liðunum í vetur. LV var yfir í hálfleik 37-30. Leikurinn var jafn inn í miðjan seinni hálfleikinn þá kom góður kafli hjá LV og þeir tryggðu sér sigur 79-60.

{mosimage}

Þessi mynd lýsir leiknum ágætlega, barátta, menn lágu í gólfinu og snerting.

Myndir teknar af vef CNN.

Fréttir
- Auglýsing -