spot_img
HomeFréttirNCAA: Kansas vann eftir framlengingu

NCAA: Kansas vann eftir framlengingu

9:00

{mosimage}

Darrell Arthur átti mjög góðan úrslitaleik, 20 stig og 10 fráköst og var með eðal skotnýtingu (9 af 13 og 100% í vítum)

Kansas byrjaði leikinn betur og var yfir í hálfleik, 33-28. Memphis mætti sprækara inn í seinni hálfleikinn. Rose leikstjórnandi Memphis var góður og skoraði 14 af 16 stigum liðs síns í góðri syrpu. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum þá voru þeir yfir 60-51. Þá fór Kansas að brjóta á Memphis og senda þá á vítalínuna. Sú taktík heppnaðist ágætlega. Memphis kláraði fá víti, enda liðið með um 59% nýtingu af vítalínunni í vetur.

Þrátt fyrir hroðalega vítanýtingu á lokakaflanum, þá var Memphis yfir 63-60 þegar lítið var eftir. Slök varnartaktík Memphis leyfði Sherron Collins að komast upp völlinn á síðustu sekúndunum og finna Mario Chalmers rétt fyrir utan þriggja stiga línuna. Herra Chalmers negldi skotinu niður og bjargaði framlengingu fyrir Kansas.

Kansas skoraði fyrstu 6 stigin í framlengingunni. Memphis menn virtust ekki vera með á nótunum. Þrátt fyrir það áttu þeir ágætan séns til að bjarga sér en skortur á heppni og öðrum hlutum kom í veg fyrir það. Kansas vann 75-68.

Mynd: www.cnn.com

Fréttir
- Auglýsing -