spot_img
HomeFréttirNCAA: Fyrstu tvær umferðirnar búnar

NCAA: Fyrstu tvær umferðirnar búnar

12:54

{mosimage}

Courtney Lee leikmaður Western Kentucky (32) lék vel í gær á móti San Diego (29 stig, 7 fráköst og 3 stolnir boltar).

Fyrsti sunnudagsleikurinn var á milli Villanova og Siena. Villanova stjórnaði hraðanum og hafði leikinn í höndum sér frá byrjun. Hið ágæta lið Siena átti í basli allan leikinn og voru 10 stigum undir í hálfleik og töpuðu síðan með 12 stigum, 84-72. Leikstjórnandi Villanova Scottie Reynolds átti góðan leik og var með 25 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar.

{mosimage}
Reynolds (númer 1) var í banastuði á móti Siena.

Leikur Davidson og Georgetown (GT) bauð upp á allt sem góður körfuknattleiksleikur getur boði upp á. GT er með mikla hefð og hefur leikið vel í vetur. Liðið er vel mannað í öllum stöðum og leikur góða vörn. GT stjórnaði fyrri hálfleiknum og hélt 40 stiga manninum frá því á föstudaginn í spennugreipum. Stephan Curry var aðeins með 5 stig í fyrri hálfleik og misnnotaði alla fimm þrista sína. GT var yfir í hálfleik 38-27.

GT byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst 17 stig yfir. Síðan breyttist taktur leiksins. Davidson vann sig smátt og smátt inn í leikinn með frábærri spilamennsku og þegar fjórar mín. voru eftir þá komust þeir yfir og héldu síðan haus á lokamínútunum og unnu 74-70.

Stephen Curry fór í gang í seinni hálfleik og setti 25 stig. Leikstjórnandi Davidson, Jason Richards var einnig mjög góður (20 stig, 5 stoðsendingar, einn tapaður bolti og nokkur fráköst). Hann stjórnaði liði sínu eins og góður hershöfðingi og gerði meira þegar á þurfti. Davidson tapaði boltanum aðeins 4 sinnum í leiknum, á meðan GT gerði seka um að tapa boltanum 20 sinnum.

{mosimage}

Curry fór illa með bestu vörnina í NCAA og setti niður 25 stig í seinni hálfleik.

Butler og Tennessee (T) hafa leikið vel í vetur og eru bæði liðin búinn að lenda 30 sigrum á keppnistímabilinu. Það þurfti framlengingu í þessum leik til að knýja fram sigurvegara. T byrjuð mjög vel og komst yfir, 21-8. Butler var síðan að elta T langt fram í seinni hálfleik og náði fyrst að jafna þegar 3 mín. voru eftir að leiknum og komst síðan yfir þegar lítið var eftir að framlengingunni. Á síðustu mín. leiksins þá misnotaði Butler nokkur ágæt sniðskot sem hefðu breytt miklu. Smith-arnir þrír (J., R. og T. Smith) voru drjúgir fyrir T á lokasprettinum og áttu stóran þátt í því að lenda þessum sigri, 76-71. C. Lofton átti ekki góðan dag frekar en í fyrstu umferðinni.

Western Kentucky (WK) og San Diego (SD) léku frábærlega í fyrstu umferðinni. WK stjórnaði fyrri hálfleiknum og var yfir 39-27. Í seinni hálfleik komst WK mest 15 stig yfir. SD barðist vel og komst yfir 55-54. Courtney Lee átti mjög góðan leik og var með 29 stig. Hann skoraði mikilvægar körfur þegar SD var að vinna sig inn í leikinn og negldi síðan niður sex mikilvægum vítum á síðustu 34 sek. leiksins og tryggði liði sínu góaðan sigur. 72-63.

Memphis og Mississippi State eru með áþekk lið. Memphis hefur leikið betur í vetur og hafði ágæt tök á öllum leiknum. Memphis voru yfir í hálfleik, 39-27. Svipaður munur var á liðunum fram á síðustu mínútur leiksins er Mississippi State kom sér í þá stöðu að eiga séns á framlengingu, en erfitt þriggja stiga skot fór ekki ofan í og Memphis vann 77-73. Leikmenn Memphis léku vel en mestu munaði um tröllið Joey Dorsey. Hann var með 13 stig, 12 fráköst, 6 varin skot, fimm villur og átti mestan þátt í því að miðherji Mississippi State Charles Rhodes (34 stig í fyrstu umferðinni) komst ekki í gang.

Leikur Texas og Miami var svipaður og leikur Memphis og Mississippi State. Texas datt út í annarri umferðinni í fyrra þrátt fyrir að hafa haft Kevin Durant innanborðs, ætlaði ekki að falla í sömu gryfju aftur. Texas var yfir í hálfleik 43-32. Texas komst mest 17 stig yfir og þegar 4 mín voru eftir var staðan 66-50. Með ótrúlegri baráttu kom Miami sér inn í leikinn, en það dugði ekki og Texas slapp með skrekkinn og sigraði 75-72. A.J. Abrams átti góðan dag fyrir Texas og setti m.a. niður 26 stig.

North Carlolina og Louisville völtuðu yfir andstæðinga sína Arkansas og Oklahoma. Fyrir fram hefði mátt búast við að þessir leikir myndu bjóða upp á einhverja smá spennu, en svo var ekki. North Carolina og Louisville eru með öflug lið og hafa leikið nokkuð vel í keppninni. Það mun þurfa góðan leik hjá góðu liði til að slá þau út.

Úrslitin á sunnudeginum voru:

(12) Villanova 84, (13) Siena 72
(12) Western Kentucky 72, (13) San Diego 63
(2) Texas 75, (7) Miami 72
(2) Tennessee 76, (7) Butler 71 (OT)
(1) Memphis 77, (8) Mississippi State 74
(3) Louisville 78, (6) Oklahoma 48
(1) North Carolina 108, (9) Arkansas 77
(10) Davidson 74, (2) Georgetown 70

16 liða úrslitin hefjast á fimmtudaginn með fjórum leikjum og síðan klárast þau á föstudaginn. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða í 16 liða úrslitunum.

Fimmtudagur
(1) North Carolina vs. (4) Washington St.
(3) Louisville vs. (2) Tennessee
(3) Xavier vs. (7) West Virginia
(1) UCLA vs. (12) Western Kentucky

Föstudagur
(3) Stanford vs. (2) Texas
(1) Memphis vs. (5) Michigan St.
(3) Wisconsin vs. (10) Davidson
(1) Kansas vs. (12) Villanova

Myndir teknar af vef www.cnn.com

 

Fréttir
- Auglýsing -