spot_img
HomeFréttirNCAA: Davidson og Texas áfram

NCAA: Davidson og Texas áfram

10:30

{mosimage}

Þessi maður (þjálfari Davidson – Bob McKillop) kann að þjálfa.

Fyrri hálfleikur í leik Wisconsin (W) og Davidson var algjörtaugnakonfekt. Bæði lið léku frábæra sókn og ágæta vörn. Jafnt var á mörgum tölum og hálfleikurinn endaði 36-36. Í seinni hálfleik steig lið Davidson upp, liðið pressaði W meira og gekk sú taktík upp, auk þess að leika góða/agaða sókn þar sem allir voru virkir. Eitt einkenni sóknarleik Davidson er að þeir tapa varla boltanum.

Leikstjórnandi Davidson, Jason Richards var frábær (11 stig og 13 stoðsendingar), Lovedale var einnig góður með 12 stig og missti ekki skot í leiknum. Galdramaðurinn Stephen Curry var samt aðalnúmerið og setti 33 stig, þrátt fyrir að hafa verið í strangri gæslu varnarsérfræðingsins Michael Flowers .

{mosimage}
Curry fagnar eftir að hafa sett niður stórkostlegan þrist í seinnihálfleik.

Texas sigraði hið hávaxna lið Stanford 82-62.  Texas var yfir í hálfleik 43-34. Í seinni hálfleik tók Stanford með Brook Lopez í fararbroddi góða syrpu (28-8) og minnkaði muninn í 1 stig, 52-51. Í þeirri syrpu gerði B. Lopez næstum því allt nema að rekja boltann upp völlinn (hann endaði með 26 stig og 10 fráköst). Síðan kom slæmur kafli hjá Stanford og Texas kláraði leikinn með 20-3 syrpu. Bakvörðurinn D.J. Augustin var með snilldarleik fyrir Texas. Á þessum kafli lagði hinn íturvaxni D. Pittman í púkkið fyrir Texas. Drengurinn er núna um 300 pund, en var um 370 pund þegar hann mætti í skólann fyrir um tveimur árum.

{mosimage}

Rick Barnes þjálfari Texas á góðri stundu.

Myndir teknar af vef cnn

Fréttir
- Auglýsing -