19:30
{mosimage}
Hér sést sigurkarfa blápúkans Gerald Hendarson á móti smáliðinu Belmont. Þarf hann að bjarga Duke aftur í dag.
Nú er 32 lið eftir í keppninni og nú stendur slagurinn um það að komast í 16 liða úrslit. Leikirnir í dag eru átt og byrja kl. 18:00 að íslenskum tíma og mun kapalstöðin NASN gera leikjunum góð skil.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir eru og eru þeir í tímaröð. Liðið sem er talið upp á undan er í hærri styrkleikaflokki. Leikirnir sem eru undirstrikaðir eru aðalleikirnir á NASN, en síðan verður hoppað á milli valla/leikja eftir þörfum.
Sá sem þetta skrifar telur að blápúkarnir (Duke) muni hrista af sér slenið og leggja hið skemmtilega lið West Virgina, að glansliðið UCLA muni sýna sína grimmu varnarhlið og leggja Landbúnaðarskólann í Texas og að Kansas muni sýna að það sé innistæða fyrir öllu lofinu sem hlaðið hefur verið á liðið að undanförnu.
Aðrir leikir þurfa ekki að fara eftir bókinni, en pistlahöfundur myndi ekki gráta það ef Kansas St., Purdue, Notre Dame, Michigan St. og Marquette myndu fara áfram.
Fyrir þá sem finnast að þessi upphitun sé rýr. Þá má benda á að á NASN byrjar þáttur kl. 16:00 sem heitir College GameDay Basketball og þar láta þeir Rece Davis, Jay Bilas, Hubert Davis og Digger Phelps ljós sitt skína og fjalla um síðustu og næstu leiki í keppninni. Þessi þáttur er mjög skemmtilegur.
Kl. 17:00 byrjar á NASN þáttur CBS sjónvarpsstöðvarinnar Road to the Final Four sem oft er mjög myndrænn og skemmtilegur, þótt aðeins sé farið að slá í setningarnar sem Seth Davis og Clark Kellogg nota, t.d. vörn vinnur leiki og/eða maður verður að skora úr þriggja stiga skotunum sínum til að vinna.
Einnig er hægt að fara á netið og lesa stórgóða umfjöllun um keppnina á www.cnn.com eða öðrum svipuðum miðlum.
Duke vs. West Virginia
Wisconsin vs. Kansas State.
Xavier vs. Purdue
Kansas vs. UNLV
Washington State vs. Notre Dame
Pittsburgh vs. Michigan State.
Stanford vs. Marquette
UCLA vs. Texas A&M
Myndir www.cnn.com



