spot_img
HomeFréttirNCAA boltinn: Úrslit næturinnar og leikir kvöldsins

NCAA boltinn: Úrslit næturinnar og leikir kvöldsins

 
Leikir gærkvöldsins voru fjórir og tveir þeirra buðu upp á mikla dramatík. Ohio State var þremur stigum undir þegar 30 sekúndur voru eftir og jöfnðu leikinn með þristi. Kentucky hélt í sókn, þar sem þeir áttu ekki leikhlé eftir og skoruðu úr stökkskoti þegar 5 sekúndur voru eftir. Ohio State átti ekki heldur leikhlé og náðu þriggjastigaskoti en hittu ekki og eru því úr leik. Margir miðlar voru búnir að setja Ohio State í fyrsta sæti styrkleikalistans fyrir mót og því góður sigur hjá Kentucky.
Ævintýri VCU heldur áfram en skólinn sigraði Florida State 72:71 í framlengingu og hefur á leið sinni í 8-liða úrslitin lagt skóla eins og Georgetown og Purdue. VCU átti innkast þegar 7 sekúndur voru eftir og náðu að skora auðvelda körfu í teignum. Florida hélt í sókn en náðu ekki skoti áður en tíminn rann út.
 
Gamli skólinn hans Michael Jordan og sigurvegari í keppninni síðast 2009, North Carolina, fór létt með lið Marquette 81:63.
 
Kansas sigraði Richmond með 77 sigum gegn 57 stigum.
 
Dagskráin verður eftirfarandi í 8-liða úrslitunum þessa helgi:
 
Laugardagur:
Butler • Florida 20.30
Arizona • Connecticut 23.05
 
Sunnudagur:
VCU • Kansas 18.20
Kentucky • North Carolina 21.05

Háskólaboltinn í beinni

Fréttir
- Auglýsing -