spot_img
HomeFréttirNCAA: 64 liða úrslitin að byrja

NCAA: 64 liða úrslitin að byrja

7:11

{mosimage}

Þjálfari bolabítanna frá Georgíu, Dennis Felton brosti breitt eftir að liði hans tókst á ótrúlegan hátt að sigra úrslitakeppni SEC riðilsins og um leið tryggja sér sæti í úrslitakeppni NCAA

Í dag byrjar úrslitakeppni NCAA division 1. keppnin er leikin með úrsláttarfyrirkomulagi. Liðunum er raðað saman í fjóra riðla (West, Midwest, South og West) og eftir styrkleika. Í fyrstu umferðinni leikur besta liðið við það slakasta og svo framvegis. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokk liðanna í sviganum fyrir framan skólanafnið og hvaða leikir eru í dag. Í sviganum eftir nafni skólans eru sigrar og töp á keppnistímabilinu talin upp.

Leikirnir eru sýndir á kapalstöðinni NASN og byrjar útsendingin í dag kl. 16:00 og lýkur tólf tímum seinna. Þeir leikir sem eru feitletraðir verða aðalleikirnir á NASN í dag, en síðan er hoppað á milli valla/leikja eftir aðstæðum. 

Það er of mikið mál að fjalla um alla leikina á morgun. Kansas (31-3) hefur leikið vel í vetur og margir spá þeim titlinum. Sama má segja um UCLA (31-3) sem er með hörkulið og ætti að eiga góða möguleika að komast í undanúrslitin. Önnur athyglisverð lið sem verða í eldlínunni í dag eru: Georgia, Michigan State, Temple, Marquetta, Kentucky, Stanford, Duke, Notre Dame, Washington State og … 

West (3) Xavier (27-6) vs. (14) Georgia (17-16)  

Midwest (1) Kansas (31-3) vs. (16) Portland State (23-9)

 

South (5) Michigan State (25-8) vs. (12) Temple (21-12)

 

South (6) Marquette (24-9) vs. (11) Kentucky (18-12) 

 

 

West (6) Purdue (24-8) vs. (11) Baylor (21-10)

 

Midwest (8) UNLV (26-7) vs. (9) Kent State (28-6)

 

South (4) Pittsburgh (26-9) vs. (13) Oral Roberts (24-8)

South (3) Stanford (26-7) vs. (14) Cornell (22-5) 

Midwest (6) Southern Cal (21-11) vs. (11) Kansas State (20-11)

 

West (2) Duke (27-5) vs. (15) Belmont (25-8)

 

East (4) Washington St.(24-8) vs. (13) Winthrop (22-11)

 

West (8) BYU (27-7) vs. (9) Texas A&M (24-10)

 

Midwest (3) Wisconsin (29-4) vs. (14) Cal State Fullerton (24-8)

West (7) West Virginia (24-10) vs. (10) Arizona (19-14) 

East (5) Notre Dame (24-7) vs. (12) George Mason (23-10)

 

West (1) UCLA (31-3) vs. (16) Mississippi Valley State (17-15)

 

Mynd: www.viewimages.com

 

Fréttir
- Auglýsing -