spot_img
HomeFréttirNBAtv: Milwaukee kemur í heimsókn

NBAtv: Milwaukee kemur í heimsókn

15:36

{mosimage}
(Jason Kidd verður í sviðsljósinu í kvöld – bara ekki í New Jersey)

Þrír leikir eru á dagskrá í NBA í nótt. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign meistara San Antonio Spurs og Dallas Mavericks sem fengu nýlega Jason Kidd til liðs við sig.

Það verður barist í Texas í kvöld þar sem þessi lið eru að berjast um fyrsta sætið í suðvestur-riðlinum.

Á NBAtv verður leikur Milwaukee og Kidd lausa New Jersey manna en New Jersey er á heimavelli. Þrátt fyrir slakt gengi eru bæði þessi lið að reyna komast í úrslitakeppnina og New Jersey er sem stendur í 8. sæti austurmegin. Leikurinn hefst kl. 00:30 á NBAtv en hún er á rás 48 á Fjölvarpinu.

Lokaleikur næturinnar er viðureign L.A. Lakers og Miami. Lakers menn hafa verið á góðri siglingu undanfarið og með tilkomu Pau Gasol eru þeir að verða eitt sterkasta lið deildarinnar. Allt gengur á afturfótum hjá lærisveinum Pats Riley og vill hann án efa gleyma þessu timabili sem fyrst.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -