spot_img
HomeFréttirNBA: Yao Ming og LeBron James leikmenn mánaðarins

NBA: Yao Ming og LeBron James leikmenn mánaðarins

12:30

{mosimage}

Frábær mánuður hjá LeBron James var fullkomnaður þegar hann var valinn leikmaður janúar mánaðar í austurdeildinni. Í vestrinu var miðherji Houston Yao Ming valinn.

James skoraði manna mest í NBA-deildinni í janúar þegar hann skoraði 32.8 stig og tók 7.8 fráköst og gaf 7.2 stoðsendingar. James varð fyrsti leikmaður í sögu NBA til að vera með a.m.k. 31 stig, 19 fráköst, 8 stoðsendignar, 4 varin skot og 3 stolna bolta í einum leik en hann náði því gegn Charlotte 11. janúar. Hann skoraði 51 stig gegn Memphis.

Houston gekk vel í janúar og unnu 10 leiki og töpuðu fjórum. Yao var með 22.4 stig, 10.9 fráköst og 2.4 stoðsendingar. Hann var með fimm tvennur í röð frá 19. janúar til 29. janúar og er hann eini leikmaðurinn í vesturdeildinni sem er með yfir 20 stig 10 fráköst og 2 varin skot að meðaltali í leik i vetur.

Þeir komu einnig til greina:
Gerald Wallace – Charlotte
Allen Ivesron – Denver
Kobe Bryant – Lakers
Amaré Stoudamire – Phoenix
Chris Bosh – Toronto
Deron Williams – Utah
Caron Butler – Washington

Fyrri verðlaunahafar:
Nóvember
Desember

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -