spot_img
HomeFréttirNBA: Wallace hetja Pistons

NBA: Wallace hetja Pistons

09:11 

{mosimage}

 

 

(Wallace fylgist með miðjuskoti sínu og fagnaði vel er boltinn söng í netinu) 

 

 

Rasheed Wallace var án efa maður kvöldsins í NBA deildinni í nótt er hann náði lausum bolta, 1,5 sekúnda til leiksloka, skaut frá miðju og tryggði Pistons inn í framlengingu gegn Denver Nuggets. Pistons fór síðan með sigur af hólmi 109-113 í framlengingunni. Staðan var 98-95 fyrir Denver sem áttu innkastið, Marcus Camby kom boltanum í leik en Tayshaun Prince náði að reka fingur í boltann sem barst til Wallace og skaut hann umsvifalaust frá miðju og ótrúlegt en satt fór boltinn ofan í. Það fylgir þó ekki sögunni hvort Wallace hafi fengið borgarferð með Iceland Express.

 

Chaunsey Billups eða Mr. Big Shot var atkvæðamestur í liði Pistons með 34 stig og 10 stoðsendingar en hjá Nuggets var Marcus Camby með 24 stig og 13 fráköst.

 

NBA TV leikurinn í nótt var viðureign Utah Jazz og Washington Wizards þar sem Jazz fóru með 103-97 sigur af hólmi og ljóst að liðsmönnum Wizards líður ekki vel í Salt Lake City þar sem þeir hafa tapað 9 af síðustu 11 leikjum sínum þar. Hjá Jazz átti málaliðinn Carlos Boozer stórleik með 41 stig og 16 fráköst en þetta er það mesta sem Boozer hefur skorað í einum deildarleik í NBA. Hjá Wizards var Gilbert Arenas með 32 stig.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

Celtics 95-87 Raptors

Knicks 89-94 Magic

Heat 106-89 Hawks

Bulls 100-89 Trail Blazers

Rockets 106-87 Bucks

Suns 105-87 Grizzlies

Warriors 89-126 Spurs – Parker, Duncan og Finley allir með 20 stig fyrir Spurs.

 

Mynd/Photo-AP

Fréttir
- Auglýsing -