17:30
{mosimage}
Dwyane Wade bakvörður NBA-liðsins Miami Heat er stærsta nafnið í Evrópu þegar kemur að sölu á keppnistreyjum NBA-liða. Wade var valinn besti leikmaður deildarinnar vorið 2006 þegar Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni en hann gekk í gegnum erfið meiðsli á síðustu leiktíð.
Keppnistreyja Wade er vinsælasta söluvaran hjá NBA-deildinni í Evrópu en þar á eftir koma keppnistreyjur þeirra Allen Iverson (Denver Nuggets), Tony Parker (San Antonio Spurs), Kobe Bryant (Los Angeles Lakers) og LeBron James (Cleveland Cavaliers).
Forráðamenn NBA-deildarinnar eru ánægðir með þróun mála í Evrópu enda var 40% meiri sala á NBA-varningi tímabilið 2006-2007 en árið áður. Evrópumarkaðurinn er alltaf að stækka og stækka þegar kemur að sölu á NBA-varningi og á síðasta ári var salan í Evrópu 25% af heildarveltunni.
Mynd: www.nba.com