20:00
{mosimage}
Michael Jordan og félagar í Charlotte Bobcats hafa ákveðið að skipta um þjálfara fyrir næsta tímabil en þeir hafa látið Sam Vincent fara. Vincent var aðeins við störf í Norður-Karólínu í aðeins tímabil. Undir stjórn Sam Vincents vann Charlotte 32 leiki en tapaði 50.
Larry Brown er orðaður við stöðuna en hann lét af störfum hjá Philadelphiu í vikunni. Talið er að hann hafi áhuga á starfinu en viðræður eru ekki hafnar.
Sam Vincent gat af sér gott orð fyrir að þjálfa í Afríku en hann lék á sínum tíma með Michael Jordan.
Mynd: AP



