spot_img
HomeFréttirNBA: Vildi ekki fara neitt annað

NBA: Vildi ekki fara neitt annað

15:15

{mosimage}
(Travis Outlaw)

Framherjinn Travis Outlaw hefur gert nýjan samning við Portland Trailblazers og er hann til þriggja ára. Outlaw var með lausan samning eftir tímabilið en bæði leikmaður og félag vildu halda samstarfinu áfram samkvæmt umboðsmanni Outlaw, Bill Duffy.

,,Travis er mjög spenntur með þá stefnu sem liðið er að fara og áhugann, og hann vill spila stórt hlutverk í að hjálpa því að þróast,” sagði Duffy og bætti við ,,Satt að segja, Travis var ekki að ýta á mig að skoða önnur tilboð.”

Samkvæmt Duffy mun samningurinn hljóða upp á $12 milljónir.

Outlaw er 23 ára og 206 sm á hæð. Hann kom beint í deildina úr high school og hefur leikið fjögur tímabil í NBA-deildinni. Hann skoraði 9.6 stig í vetur í 67 leikjum en hann byrjaði aðeins einu sinni inn á.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -