spot_img
HomeFréttirNBA: Verður einhver annar nr. 34?

NBA: Verður einhver annar nr. 34?

16:13

{mosimage}
(Paul Pierce og Kevin Garnett voru ánægðir með sigurinn í nótt)

Paul Pierce, leikmaður Boston Celtics, varð níundi leikmaðurinn í sögu félagsis til þess að spila 25.000 mínútur með Boston en hann náði því í gærkvöldi gegn Lakers. Hinir átta sem hafa náð þessum áfanga hafa allir fengið númer sín hengd í rjáfur Boston Garden og TD Banknorth Garden heimavöll Boston. Allir þeirra að Jo Jo White undanskildum hafa fengið inngöngu í Frægðarhöllina í Springfield.

Paul Pierce er að hefja sitt tíunda tímabil með Boston en hann hefur leikið allan sinn feril með félaginu. Á þessum tíma hefur hann leikið 663 leiki, þar af 660 í byrjunarliðinu. Hann hefur skorað í leikjunum 15.618 stig.

Pierce er einn hæfileikaríkasti leikmaður Boston frá upphafi en í Boston eru menn dæmdir eftir árangri inn á vellinum og þar hefur frammistaða Pierce verið af skornum skammti. Þetta gæti þó breyst í vetur en hann hefur spilað mjög vel í upphafi móts ásamt öðrum liðsfélögum sínum.

Tíminn mun einn mun leiða í ljós hvort Pierce verður minnst sem einn af bestu leikmönnum félagsins en til þess að svo verði þarf Pierce að landa 17 titli félagins.

Ray Allen fór yfir 30.000 mínútna markið í leiknum Lakers og er í 103. sæti NBA frá upphafi.

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -