spot_img
HomeFréttirNBA: Varamaðurinn Terry sökkti Houston

NBA: Varamaðurinn Terry sökkti Houston

08:44

{mosimage}

Dallas stöðvaði góða byrjun Houston á tímabilinu þegar orrustan um Texas fór fram. Dallas vann leikinn með 9 stigum, 107-98. Jason Terry var stigahæstur heimamanna en hann hóf leikinn af bekknum og kom sterkur inn á og skoraði 31 stig. Næstur honum var Josh Howard með 21 stig.

Hjá Houston skoraði Tracy McGrady 35 stig og Yao Ming skoraði 21 ásamt því að taka 11 fráköst.

Í kvöld eru 10 leikir á dagskrá í NBA og á NBAtv verður viðureign L.A. Clippers og Chicago Bulls og hefst hann kl. 01:30 að íslenskum tíma.

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -