spot_img
HomeFréttirNBA: Van Gundy vill að öll liðin fari í lotteríið

NBA: Van Gundy vill að öll liðin fari í lotteríið

11:11

{mosimage}
(Jeff Van Gundy ,,af hverju er verið að verðlauna lið fyrir að tapa.")

Jeff Van Gundy, þjálfari Houston Rockets, vill breyta reglum vegna nýliðavalsins í NBA. Hann vill að öll liðin 30 fari í lotteríið og eigi jafna möguleika á að fá 1. valrétt en hann telur að þetta muni koma í veg fyrir að lið tapi viljandi til að tryggja sér 1. valrétt.

Í vetur virðast tvö lið leggja lítið á sig til þess að vinna leiki. Memphis og Boston virðast vera að reyna vera með slakast árangurinn í NBA svo þau eigi mestan séns til þess að fá 1. valréttinn í nýliðavalinu. Ef Greg Oden fer í nýliðavalið er nánast 100% öruggt að hann verði valinn fyrstur.

,,Mér finnst að öll liðin eigi að hafa jafnan möguleika á að vinna lotteríið, frá besta liðinu og alla leið niður. Ég vil ekki ásaka einn um neitt. En til þess að taka alla áhættu á hagsmunaárekstri úr leiknum þá tel ég að allir ættu að eiga jafnan möguleika á efsta valinu. Með því yrði ekki hægt að ásaka einn um eitt né neitt.” sagði Van Gundy og bætti við ,,Þetta er betra fyrir leikinn, þeir ættu að gera þetta. Ég hef aldrei skilið af hverju er verið að verðlauna lið fyrir að tapa.”

Van Gundy er talin hafa kynnt þetta fyrir forráðamönnum NBA en þeir tóku þetta ekki alvarlega.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -