spot_img
HomeFréttirNBA: Vænlegt sumar hjá Howard

NBA: Vænlegt sumar hjá Howard

12:21

{mosimage}
(Howard hér í baráttunni við Yao Ming)

Dwight Howard hefur átt við veikindi að stríða í úrslitakeppninni. Á mánudag var hann ælandi áður en leikurinn við Detroit hófst og hann gekk greinilega ekki heill til skógar. NBA-leikmenn segjast sjaldnast vilja fara í sumarfrí því það þýðir að þeir séu dottnir úr úrslitakeppninni en má Howard hlakka til sumarsins.

Samkvæmt umboðsmanni Howards, Aaron Goodwin, er hann að fara skrifa undir styrktarsamning við Adidas að andvirði $40 milljóna ásamt því að hann mun væntanlega framlengja samning sinn við Orlando sem gæfi honum $80 milljónir í vasann á samningstímanum.

Þetta verður því vænlegt sumar fyrir Dwight Howard.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -