10:04
{mosimage}
(Bryant fór á kostum í nótt)
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og fór Kobe Bryant á kostum þegar LA Lakers hafði nauman 119-123 útisigur gegn Golden State Warriors í framlengdum leik. Bryant gerði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers. Þá átti Lamar Odom einnig góðan leik fyrir Lakers með 23 stig, 21 frákast, 5 stoðsendingar og 5 varin skot. Lakers léku án Pau Gasol í nótt.
Baron Davis var stigahæstur heimamanna í Warriors með 30 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar en honum næstur var Stephen Jackson með 29 stig og 7 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Celtics 90-95 76ers
Knicks 91-106 Nets
Heat 78-73 Bucks
Pistons 110-105 Suns
Grizzlies 106-120 Nuggets
Rockets 108-100 Kings
Supersonics 97-84 Trail Blazers



