spot_img
HomeFréttirNBA: Utah og Dallas mætast í beinni í nótt

NBA: Utah og Dallas mætast í beinni í nótt

21:31
{mosimage}

 

(Boozer og félgar í Utah eru illviðráðanlegir á heimavelli) 

 

Þrír leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og verður leikur Utah Jazz og Dallas Mavericks í beinni útsendingu á NBA TV kl. 02:00 eftir miðnætti í nótt. Í hinum tveimur leikjunum mætast New York Knicks og New Orleans Hornets og LA Clippers taka á móti Philadelphia 76ers.

 

Utah er efst í Norðvesturriðli Vesturstrandarinnar með 38 sigra og 22 tapleiki en Dallas eru í næstneðsta sæti Suðvesturriðilsins á Vesturströndinni og hafa unnið 39 leiki og tapað 21.

 

Mavericks bíður ærinn starfi í Salt Lake City því Utah Jazz hafa unnið síðustu 15 heimaleiki sína í röð og eiga í dag einn sterkasta heimavöll NBA deildarinnar. Þessi heimaleikjaárangur fer nærri félagsmeti Utah sem sett var leiktíðina 1995-1996 þegar Jazz unnu 19 heimaleiki í röð. Þetta verður því ekki auðveldur leikur hjá Dallas í nótt en liðið hans Mark Cuban hefur tapað síðustu sex af átta útileikjum sínum.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -