spot_img
HomeFréttirNBA: Utah og Cleveland taka 2-0 forystu

NBA: Utah og Cleveland taka 2-0 forystu

10:21
{mosimage}

 

(James er að taka Wizards í kennslustund um þessar mundir)

 

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Cleveland lagði Washington öðru sinni og slíkt hið sama gerðu Utah Jazz gegn Houston Rockets. Cleveland skellti Wizards 116-86 og Utah vann góðan útisigur á Houston 84-90.

 

LeBron James vantaði aðeins eitt frákast upp á þrennuna er hann gerði 30 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 9 fráköst fyrir Cleveland. Í liði Wizards voru þrír leikmenn jafnir með 12 stig en það voru þeir Caron Butler, Darius Songalia og hinn yfirlýsingaglaði DeShawn Stevenson. DeShawn þessi hefði betur sparað stóru orðin þegar hann sagði LeBron James vera ofmetnasta leikmann NBA deildarinnar. Sá er aldeilis að skóla til lið Wizards um þessar mundir.

 

Deron Williams var stigahæstur í liði Jazz í nótt sem gerði góða ferð til Houston. Williams setti niður 22 stig fyrir Jazz og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Rockets var Tracy McGrady einnig tæpur á þrennunni er hann setti 23 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -