spot_img
HomeFréttirNBA úrslit næturinnar, Boston tapaði heima

NBA úrslit næturinnar, Boston tapaði heima

13 leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í nótt.  Það sem helst mætti nefna var að Portland Trailblazers unnu efsta lið deildarinnar, San Antonio Spurs, með sniðskoti frá Nicolas Batum á lokasekúndum leiksins. Charlotte Bobcats unnu óvæntan útisigur á Boston Celtics, og Lakers unnu granna sína í Clippers, ekkert óvænt þar á bænum. Þá hélt slappt gengi New York Knicks áfram er þeir töpuðu fyrir Milwaukee Bucks en Denver Nuggets héldu áfram að spila vel eftir að hafa sent Carmelo Anthony til Knicks, en Gullmolarnir unnu lánlaust lið Washington Wizards. Chicago Bulls unnu fjórtánda heimaleikinn í röð gegn Memphis Grizzlies og að lokum má nefna að Wade, James og Bosh skoruðu samtals 91 stig í sigri Miami á Philadelphia.  Öll úrslit og helstu tölfræði má sjá hér að neðan.

 

Sacramento Kings-Indiana Pacers (110-93, SAC:Cousins 18 stig 14 fráköst, IND:Granger 20 stig.)

New Jersey Nets-Orlando Magic (85-95, NJN:Morrow-19 stig. ORL:Howard 21 stig, 14 fráköst, Turkoglu 20 stig, 13 stoðsendingar.)

Charlotte Bobcats-Boston Celtics (83-81, CHA:White 17 stig. BOS:Pierce 18 stig.)
 
Detroit Pistons-Cleveland Cavaliers (91-97, DET: Prince og Hamilton 15 stig. CLE:Hickson 24 stig, 15 fráköst.)
 
Philadelphia 76ers-Miami Heat (99-111, PHI:Williams 24 stig. MIA: Wade 39 stig 11 fráköst, 8 stoðsendingar, James 32 stig 10 fráköst, Bosh 20 stig 10 fráköst.)
 
Milwaukee Bucks-New York Knicks (102-96, MIL: Jennings 37 stig, Bogut 21 stig, 17 fráköst, 4 varin skot. NYK:Stoudemire 28 stig, Anthony 25 stig).
 
Memphis Grizzlies-Chicago Bulls (96-99, MEM:Randolph 16 stig. CHI:Rose 24 stig, Deng 23 stig.)
 
Minnesota Timberwolves-Oklahoma City Thunder (103-111, MIN:Randolph 24 stig, 15 stig. OKC:Durant 23 stig.)
 
Washington Wizards-Denver Nuggets (94-114, WAS:Crawford 19 stig. DEN Fjórir leikmenn (Gallinari, Andersen, Harrington, Lawson) með 17 stig.
 
New Orleans Hornets-Phoenix Suns (106-100, NOH:Paul 22 stig, 7 stoðsendingar. PHO:Gortat 18 stig, 10 fráköst, Hill 18 stig)
 
San Antonio Spurs-Portland Trailblazers (96-98, SAS: Ginobili 21 stig, POR:Miller 21 stig, 8 stoðsendingar, Batum 21 stig.)
 
Toronto Raptors-Golden State Warriors (100-138, TOR: DeRozan og Barbosa 19 stig. GSW:Ellis 27 stig, Wright 26 stig.)
 
Los Angeles Clippers-Los Angeles Lakers (104-112, LAC: Williams 30 stig. LAL: Bryant 37 stig, Gasol 26 stig.)
 
 Elías Karl

 

Fréttir
- Auglýsing -