11:24
{mosimage}
Átta leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. LeBron James skoraði 51 stig í sigri Cleveland á Memphis og L.A. Clippers lagði Phoenix að velli.
LeBron James skoraði 51 stig í 124-132 sigri á Memphis á útivelli í framlengdum leik. Eftir venjulegan leiktíma var jafnt 113-113 en LeBron James var hetja sinna manna en hann skoraði 25 stig í 4. leikhluta og framlengingu. Hjá Memphis var Juan Carlos Navarro með 26 stig.
Önnur úrslit:
Atlanta-Denver 104-93
Orlando-Chicago 102-88
New York-Washington 105-93
Detroit-Toronto 103-89
Minnesota-Golden State 98-105
Houston-Philadelphia 107-111
L.A. Clippers-Phoenix 97-90
Mynd: AP



