spot_img
HomeFréttirNBA úrslit næturinnar

NBA úrslit næturinnar

NBA deildin rúllaði í nótt sem aðrar nætur og alls voru sjö leikir á dagskrá. San Antonio Spurs halda áfram á sigurbraut, eftir að hafa lagt New Orleans Pelicans í nótt, og hafa nú sigrað fimm leiki í röð.
 
Tony Parker gerði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar og Tim Duncan var með 18 stig og 9 fráköst. Manu Ginobili kom aftur inn í lið Spurs en hann spilaði ekkert nóttina á undan sökum smávægilegra meiðsla í læri.
Hjá Pelicans var Anthony Davis með 22 stig og 11 fráköst og Brian Roberts sallaði niður 19.
 
Það gengur ekkert þessa stundina hjá Boston Celtics og töpuðu þeir sínum níunda leik í röð í nótt þegar liðið mætti Houston Rockets. Þetta er lengsta taphrina liðsins síðan tímabilið 2006-07 en þá afrekaði Boston að tapa 18 samfelldum leikjum. Boston átti alls 101 skot í leiknum og er þetta í fyrsta skipti síðan 1998 sem að liðið tekur meira en 100 skot í leik.

FINAL
 
7:00 PM ET
MIL

Milwaukee Bucks

94
TOR

Toronto Raptors

116
W
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
MIL 24 26 23 21 94
 
 
 
 
 
TOR 38 20 30 28 116
  MIL TOR
P Ilyasova 29 Lowry 23
R Ilyasova 9 Valanciunas 10
A Ridnour 7 DeRozan 7
 
Highlights
Fréttir
- Auglýsing -
Game Stat FG%