spot_img
HomeFréttirNBA úrslit næturinnar

NBA úrslit næturinnar

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og fóru leikar svona nokkurn veginn eftir bókinni. Toronto virðist vera í ágætis fíling þessa dagana og unnu í nótt góðan sigur á Golden State og sitja nú í efsta sæti Atlantshafs riðilsins. Miðað við liðin sem eru í þeim riðli þá ætti það ekki að vera erfitt enda virðast þau oft vera í keppni um tapaða leiki frekar en að kreista fram sigur.
 
Risarnir í Dallas og San Antonio mættust og þar höfðu Spurs betur, 112-106. Parker og Nowitzki fóru fyrir sínum liðum með 22 stig hvor um sig.
 
Þá var Joakim Noah sjóðandi fyrir Bulls þegar þeir unnu auðveldan sigur á New York Knicks, 109-90. Noah bauð fólki upp á þrennu þegar hann smellti niður 13 stigum, tók 12 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessar 14 sendingar hans eru það mesta sem að miðherji í Bulls hefur gefið frá upphafi og það mesta sem miðherji í deildinni hefur gefið síðan 1986.

FINAL

 
1:00 PM ET
NYK

90
 
CHI

109
W
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
NYK 16 32 20 22 90
 
 
 
 
 
CHI 37 22 21 29 109
  NYK CHI
P Anthony 21 Augustin 23
R Chandler 22 Noah 12
A Felton 4 Noah 14
 
Highlights
 
Fréttir
- Auglýsing -