spot_img
HomeFréttirNBA: Tveir leikir í úrslitakeppninni í nótt

NBA: Tveir leikir í úrslitakeppninni í nótt

15:06
{mosimage}

(Verður kappinn í barningi eins og í fyrsta leiknum?) 

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þegar Cleveland tekur á móti Washington og Houston fær Utah í heimsókn. Cleveland leiðir 1-0 gegn Washington og Utah hefur yfir gegn Houston. Leikur Houston og Utah verður í beinni útsendingu hjá NBA TV og hefst kl. 01:30 eftir miðnætti. 

LeBron James fékk að finna fyrir því í fyrsta leik Cleveland og Washington en strax frá fyrstu mínútu var hann í miklum barningi. James og Andray Blatche, leikmaður Wizards, skiptust á olnbogum snemma í fyrsta leiknum og frá þeirri stundu var LeBron með ,,bullseye” merki á sér. Forvitnilegt verður að sjá hvort Wizards mæti í kvöld og takist að berja snillina úr James eða hvort kappinn sé hreinlega of góður til þess að menn geti staðið í bolabrögðum. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -