spot_img
HomeFréttirNBA TV: Utah tekur á móti Bulls án Boozer

NBA TV: Utah tekur á móti Bulls án Boozer

11:55 

{mosimage}

 

 

Níu leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og verður viðureign Utah Jazz og Chicago Bulls sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 02:00 eftir miðnætti í nótt. NBA TV er hægt að fá í sportpakkanum hjá SÝN. Jazz leika að nýju án Carlos Boozer og en hann er stiga og frákastahæsti leikmaður liðsins. Margir töldu að það myndi hægja á Jazz liðinu en annað hefur komið á daginn og Boozer lausir Utahmenn hafa m.a. lagt San Antonio Spurs og Phoenix Suns að velli án hans. Mehmet Okur hefur farið hamförum í fjarveru Boozer og gert 26 stig að meðaltali í leik í fjarveru Boozer. Bulls hafa tapað 8 af 10 síðustu leikjum sínum í Salt Lake City. Tekst þeim að landa sigri í kvöld?

 

Aðrir leikir næturinnar í NBA:

 

Philadelphia 76ers-New Jersey Nets

Washington Wizards-Seattle Supersonics

Atlanta Hawks-LA Lakers

Indiana Pacers-Golden State Warriors

Miami Heat-Charlotte Bobcats

Houston Rockets-Minnesota Tiberwolves

Denver Nuggets-Phoenix Suns

Sacramento Kings-New Orleans Hornets

Fréttir
- Auglýsing -