18:58
{mosimage}
Sjö leikir eru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og verður viðureign New Jersey Nets og San Antonio Spurs sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 00:30 eftir miðnætti. Vörn San Antonio hefur verið að hiksta upp á síðkastið og hefur liðið tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og í bæði skiptin fengið á sig 100 stig eða meira sem er nokkuð áfall fyrir liðið sem jafnan er talið með sterkari varnarliðum deildarinnar. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Spurs og Nets á þessari leiktíð en síðari leikurinn fer fram þann 10. mars.
Aðrir leikir næturinnar:
Miami Heat – Portland Trail Blazers
Milwaukee Bucks – Dallas Mavericks
Memphis Grizzlies – New Orleans Hornets
Chicago Bulls – Toronto Raptors
Houston Rockets – Sacramento Kings
LA Lakers – New York Knicks
{mosimage}



