spot_img
HomeFréttirNBA TV: Orlando-Toronto

NBA TV: Orlando-Toronto

17:09

{mosimage}

 

(Tekst Orlando að hafa hemil á Bosh?) 

 

Viðureign Orlando Magic og Toronto Raptors verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 23:00 í kvöld. Alls fara 11 leikir fram í NBA deildinni í nótt svo það verður mikið um að vera. Leikur Orlando og Toronto fer fram á heimavelli Orlando í Amway Arena í Orlando í Flórída. Takist Toronto að landa sigri í kvöld verður það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem þeir vinna alla deildarleikina gegn Orlando á einni leiktíð. Toronto hefur til þessa unnið 41 leik en tapað 33.

 

Einnig verður gaman að sjá hvernig grannarimma Los Angeles Lakers og Los Angels Clippers fer í nótt er liðin mætast í Staples Center í Los Angels. Það er verðugt verkefni fyrir Clippers að leggja granna sína að velli með Kobe sjóðheitan en í gær varð Kobe Bryant yngsti leikmaður NBA sögunnar til þess að rjúfa 19.000 stiga múrinn. Það varpaði þó skugga á met Kobe að Lakers skyldu hafa tapað þessum metleik, 105-111 gegn Denver Nuggets. Það var jafnfram þriðji ósigur Lakers í fjórum leikjum. Clippers keppast við að komast inn í úrslitakeppnina og það annað árið í röð. Ef það tekst verður það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem liðið kemst tvö ár í úrslitakeppnina í röð síðan leiktíðan 1992-1993.

 

Aðrir leikir næturinnar:

 

Wizards-Bobcats

Nets-Hawks

Knicks-76ers

Pistons-Bulls

Bucks-Celtics

Hornets-Supersonics

Rockets-Warriors

Nuggets-Kings

Trail Blazers-Jazz

 

NBA TV er hægt að nálgst í Sportpakkanum hjá SÝN

 

{mosimage}

 

 

Fréttir
- Auglýsing -