spot_img
HomeFréttirNBA TV: Jazz-Wizards í beinni í nótt

NBA TV: Jazz-Wizards í beinni í nótt

17:00 

{mosimage}

 

 

(Arenas verður í eldlínunni í kvöld) 

 

Níu leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og kl. 01:00 eftir miðnætti verður leikur Utah Jazz og Washington Wizards sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Leikurinn fer fram í Energy Solutions Arena í Salt Lake City og má gera ráð fyrir því að Carlos Boozer láti vel fyrir sér finna en hann kann vel við sig gegn Wizards og hefur í fjórum síðustu leikjum gegn Wizards verið með 24,3 stig og 11 fráköst að meðaltali í leik. Wizards þykja ekki líklegir til árangurs í Utah í kvöld þar sem þeir hafa tapað 8 af síðustu 10 leikjum sínum þar. Þó er aldrei að vita hvað verður og þá sér í lagi þegar liðið frá höfuðborginni hefur á að skipa leikmanni eins og Gilbert ,,Agent 0” Arenas.

 

Aðrir leikir næturinnar:

 

Boston Celtics-Toronto Raptors

New York Knicks-Orlando Magic

Miami Heat – Atlanta Hawks

Detroit Pistons – Denver Nuggets

Chicago Bulls – Portland TrailBlazers

Houston Rockets – Milwaukee Bucks

Phoenix Suns – Memphis Grizzlies

Golden State Warriors – San Antonio Spurs

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -