spot_img
HomeFréttirNBA TV: Denver-Milwaukee í beinni í nótt

NBA TV: Denver-Milwaukee í beinni í nótt

22:38
{mosimage}

Nóg verður um að vera í NBA deildinni í nótt þegar tíu leikir fara fram. Viðureign Denver Nuggets og Milwaukee Bucks verður sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 02:00. Denver hefur unnið síðustu tvo leiki sína í deild og leita nú að sínum sjötta sigri í sjö leikjum. Gengi Denver hefur verið flott síðan Allen Iverson fór til Pistons í skiptum fyrir Chaunsey Billups en Denver eru 5-1 síðan Billups fór að taka upp boltann fyrir Nuggets.

Vonast er til þess í herbúðum Bucks að þeirra aðalskorari, Michael Redd, snúi aftur eftir meiðsli en hann hefur misst af síðustu sjö leikjum Bucks. Milwaukee hafa unnið 5 leiki á tímabilinu en tapað sex og Denver hefur unnið sex leiki og tapað fjórum.

Aðrir leikir næturinnar:

Charlotte Bobcats-Dallas Mavericks
Indiana Pacers-Atlanta Hawks
Orlando Magic-Toronto Raptors
Washington Wizards-Miami Heat
Boston Celtics-New York Knicks
New Jersey Nets-Cleveland Cavaliers
Memphis Grizzlies-Sacramento Kings
Golden State Warriors-Portland Trailblazers
LA Lakers-Chicago Bulls

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -