spot_img
HomeFréttirNBA TV: Denver-Detroit í beinni í nótt

NBA TV: Denver-Detroit í beinni í nótt

14:52 

{mosimage}

 

(Melo verður líklega með Nuggets í kvöld eftir stutta fjarveru) 

 

Átta leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og verður viðureign Denver Nuggets og Detroit Pistons sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 02:00 í nótt. Pistons hafa mátt muna sinn fífil fegurri en þeir hafa tapað síðustu þremur leikjum af fjórum og á tímabilinu 31.jan-25.feb á þessu ári léku þeir 12 leiki og unnu aðeins einn. Denver vonast til þess að Carmelo Anthony verði í liðinu í kvöld en hann varð pabbi á dögunum og hefur verið fjarverandi sökum þessa.

Á SÝN verður svo leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers sýndur í beinni útsendingu á miðnætti eða kl. 00:00 svo það verður körfuboltaveisla í kvöld.

 

Sex aðrir skemmtilegir leikir eru í NBA deildini í nótt:

 

Boston Celtics – Seattle Supersonics

Atlanta Hawks – Memphis Grizzlies

Miami Heat – Minnesota Timberwolves

Houston Rockets – New Jersey Nets

Phoenix Suns – New Orleans Hornets

Golden State Warriors – LA Clippers

Fréttir
- Auglýsing -