spot_img
HomeFréttirNBA: Tuttugu sigrar í röð hjá Houston

NBA: Tuttugu sigrar í röð hjá Houston

11:31
{mosimage}

(Tracy McGrady og félagar í Rockets eru sjóðandi heitir þessa dagana) 

Nokkrir hörkuleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Houston Rockets vann tuttugasta leik sinn í röð og er það jöfnun á næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar. Þetta kemur fram á www.visir.is  

Houston var langt frá sínu besta gegn Atlanta á útivelli í nótt og skoraði ekki nema 32 stig í fyrri hálfleik. Atlanta liðið skoraði reyndar ekki nema 33 stig í fyrri hálfleik en eins og í leikjunum nítján þar á undan – var það Houston sem hafði betur í loking og tryggði sér 83-75 sigur. 

Tracy McGrady skoraði 29 stig fyrir Houston í leiknum, rétt eins og Joe Johnson hjá heimamönnum. Houston jafnaði þarna næstlengstu sigurgöngu allra tíma í NBA með 20. sigrinum í röð, en aðeins lið Lakers frá 1972 (33 sigrar í röð) og Milwaukee frá 1971 (20 sigrar í röð) hafa náð öðrum eins rispum í deildinni. Síðustu sjö sigrar Houston hafa komið eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist. 

Smellið hér til að lesa nánar um NBA úrslit næturinnar hjá visir.is

Fréttir
- Auglýsing -