spot_img
HomeFréttirNBA: Toronto jafnaði metin

NBA: Toronto jafnaði metin

09:41

{mosimage}
(Chris Bosh var magnaður)

Það voru þrír leikir í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Toronto jafnaði metin gegn New Jersey þegar þeir unnu 89-83 á heimavelli. Chris Bosh var maður leiksins en hann skoraði 25 stig og tók 13 fráköst og Anthony Parker átti einnig góðan leik en hann var með 26 stig og 8 fráköst. Hjá New Jersey skoraði Vince Carter 19 stig og Bostjan Nachbar var með 17.

Staðan 1-1.

Chicago er komið með þægilegt 2-0 forskot gegn meisturum Miami eftir sannfærandi, 107-89, sigur í nótt. Ben Gordon var með 27 stig og Luol Deng setti 26 fyrir heimamenn. Hjá gestunum voru stórstjörnurnar Dwayne Wade og Shaquille O´Neal stigahæstir með 21 og 17 stig en þeir átti slæmt kvöld.

Staðan 2-0 Chicago í vil.

Phoenix leiðir einvígið gegn Lakers 2-0 en þeir unn stórsigur í nótt 126-98. Allt byrjunarlið Phoenix skoraði 10 stig eða meira en það var Leandro Barbosa sem skoraði mest eða alls 26 stig en hann kom af bekknum. Barbosa var nýlega útnefndur besti varamaður deildarinnar og sýndi það í nótt af hverju það er gott að eiga sterka leikmenn á bekknum. Hjá Lakers var Kobe Bryant ískaldur en hann setti aðeins 15 stig og nýtt eingöngu 5 af 13 skotum sínum.

Staðan 2-0 Phoenix í vil.

Mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -