spot_img
HomeFréttirNBA: Timberwolves stöðvuðu Bulls

NBA: Timberwolves stöðvuðu Bulls

15:23 

{mosimage}

Kevin Garnett gerði 18 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í nótt þegar Minnesota Timberwolves bundu enda á sjö leikja sigurgöngu Chicago Bulls. Timberwolves lögðu Bulls að velli 91-81 en sem fyrr var Ben Gordon fyrirferðamikill í liði Bulls með 21 stig og 5 fráköst en hann hitti úr öllum sjö vítaskotum sínum í leiknum. Búið er að koma Bulls á jörðina eftir hátt flug en engu að síður er ljóst að mikill metnaður er í herbúðum Bulls í ár og þykja þeir líklegir til afreka í vor.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

Orlando 86-84 76ers

Washington 109-114 Houston

New Jersey 90-92 Boston

New York 115-107 Milwaukee

Cleveland 107-75 Indiana

Memphis 82-89 LA Clippers

Dallas 105-90 Denver

Golden State 101-80 New Orleans

Fréttir
- Auglýsing -