spot_img
HomeFréttirNBA: Tímabilið á enda hjá Haslem

NBA: Tímabilið á enda hjá Haslem

07:30
{mosimage}

(Udonis Haslem) 

 

Framherjinn Udonis Haslem mun ekki leika meira með Miami Heat á þessari leiktíð þar sem hann fór í aðgerð á föstudag. Fjarlægja varð beinflísar úr vinstri ökkla Haslem og þar með verður hann fjórði leikmaður Heat sem verður ekki meira með á leiktíðinni sökum meiðsla.

 

Forsvarsmenn Heat búast við því að Haslem gæti orðið góður í fætinum að tveimur mánuðum liðnum. Haslem er fyrirliði Heat og hefur gert 12 stig og tekið að jafnaði 9 fráköst í leik með Heat í 49 deildarleikjum þessa leiktíðina.

 

Þeir sem þegar frá hafa horfið í meiðsli eru Dwyane Wade, Dorell Wright og Alonzo Mourning.

 

Nýverið fengu Heat svo til liðs við sig þá Stephane Lasme og Balke Ahearn á 10 daga samning en þeir koma úr NBA Development deildinni og NBDL deildinni.

 

Miami hafa aðeins unnið 12 leiki þessa leiktíðina en tapað 54 og sitja á botni NBA deildarinnar.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -