spot_img
HomeFréttirNBA: Þrír í röð hjá Kings

NBA: Þrír í röð hjá Kings

09:03
{mosimage}

(Artest leiddi Kings til sigurs í nótt) 

Sacramento unnu sinn þriðja sigur í röð í NBA deildinni í nótt þegar þeir skelltu New Jersey Nets 128-94. Ron Artest gerði 27 stig og tók 6 fráköst í liði Kings en sjö leikmenn Kings gerðu 13 stig eða meira í leiknum fyrir Kings. Það gengur hvorki né rekur hjá Nets þessa dagana sem í nótt töpuðu sínum sjötta leik í röð í deildinni. Vince Carter var stigahæstur í liði Nets með 21 stig og 8 stoðsendingar.  

Þá unnu Steve Nash og félagar í Phoenix sinn fjórða deildarsigur í röð í nótt er þeir lögðu Milwaukee Bucks 105-114. Nash fór hamförum í leiknum með 37 stig og 10 stoðsendingar en hjá Bucks gerði Michael Redd 28 stig og gaf 5 stoðsendingar.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -